tisa: Unglingadrama dauðans

mánudagur, janúar 15, 2007

Unglingadrama dauðans

Þetta blogg verður skrifað á korteri.

Eftir þetta korter mun ég horfa á æsispennandi og dramatískan þátt af Einni Trébrekku.

Þetta er rosalegt Hailey er 17 ára gift og ólétt, og svo kom Daunte og keyrði á hana í stað Nathans en hann hafði fengið lán hjá Daunte í staðin fyrir að tapa körfuboltaleik en Nathan vildi svo ekki svíkja þjálfarann og liðsfélagana og vann leikinn og þá varð nú Daunte karlinn ekki kátur og keyrði á Hailey og klessti svo á. Nathan var nú ekki sáttur og drap hann en Dan kom og tók á sig sökina. Lucas fékk svo hjartaáfall í öllum látunum því hann sleppti því að taka lyfin sín til að hann gæti unnið leikin sjálfur því hann vissi að Nathan ætlaði að tapa.
Lucas byrjaði aftur með Peyton eftir að hún var alltaf að grenja í honum út af því að gaurinn sem þóttist vera týndur hálfbróðir hennar var stalker sem reyndi að nauðga henni en þá kom alvöru hálfbróðir hennar sem er í hernum og henti vonda karlinum í gegnum glugga í slow motion. Svo er Karen mamma hans sem er ólétt eftir Keith sem Dan bróðir hans drap og nú er Dan að reyna að koma sér í mjúkin á Karen aftur en hann yfirgaf hana fyrir Deb sem er nú geðveikur dópisti sem reyndi að brenna Dan inn í bílabúðinni sinni en Lucas bjargaði honum hetjulega í slow motion rétt áður en allt sprakk í háaloft.


Bara ef ég lifði svona viðburðaríku lífi. Jeez.

Best að sjá hvað gerist núna. Þetta er ávanabindani stuff. Svona eins og Kristall Plús.


Tinna - Leti er líftíll

tisa at 19:45

0 comments